Tekist á um verðmæti Eskju í Héraðsdómi

imgp8006net.jpg
Í fréttum Rúv í vikunni kemur fram að Héraðsdómur Austurlands tók fyrir mál Landsbankans gegn Eskju á Eskifirði og tengdum félögum.

Í frétt RÚV segir: "Lögbann var sett fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan á nýtingu 500 milljóna króna sem fengust í hlutafjáraukningu Eskju hf. á Eskifirði í byrjun október. Landsbankinn fór fram á lögbannið enágreiningur er á milli bankans og hluthafanna um verðmat á fyrirtækinu sem lá til grundvallar hlutafjáraukningunni. Bankinn telur að verðmæti fyrritækisins hafi verið vanmetið og því hafi of stór hluti í fyrirtækinu fengist fyrir þann hálfa milljarð sem keypt var hlutafé fyrir. Einar Þór Sverrisson lögmaður þeirra sem stefnt er í málinu lagði fram matsbeiðni fyrir Héraðsdómi í dag. Á fimmtudag verður málið aftur á dagskrá hérðsdóms og þá verður endurskoðandi væntanlega skipaður sem dómskvaddur matsmaður og fær hann það hlutverk aðleggja mat á verðmæti fyrirtækisins. Hann mun fá öll gögn málsins í hendur og taka sér þann tíma sem hann þarf til verksins. Auk eigendanna tveggja stefnir NBI fjórum fyrirtækjum vegna málsins en þau eru Eskja ehf, Eskja hf, Fjárfestingarfélagið Bleiksá ehf, Hólmaborg ehf." 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.