Skip to main content

Tap hjá Alcoa

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. apr 2009 14:45Uppfært 08. jan 2016 19:19

Alcoa hefur skýrt frá því að tap fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins hafi numið 497 milljónum dollara, jafnvirði rúmlega 62 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í tvo ársfjórðunga í röð vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi álverðs. Talið er að álbirgðir heimsins nemi fjögur- til fimmfaldri árlegri álframleiðslu alls á Íslandi. Þær eru taldar vera á milli 3,5 til 5 milljónir tonna.

487019a.jpg

 

Horfur í áliðnaði á heimsvísu hafa áhrif hér á landi í samhengi við samninga milli íslenskra orkufyrirtækja og álframleiðenda um raforkusölu. Þeir skuldbinda álfyrirtækin til að kaupa orku óháð notkun.  Ekki er ljóst hvort Alcoa Fjarðaál mun draga úr álframleiðslu, en þegar hefur verið efnt til viðamikilla sparnaðaraðgerða í rekstrinum. Álverið er eitt hið nýjasta í heiminum og þykir hagkvæmt í rekstri og vel tækjum búið.

Ljósmynd/Hreinn Magnússon