Svíþjóðarmeistari í fitnesskeppni

Hornfirðingurinn og Nesjamaðurinn Pálmar Hreinsson hefur undanfarin þrjú ár búið í Svíþjóð og starfar sem fitness þjálfari hjá fótboltaliði í Stokkhólmi. Hann tók um sl. helgi þátt í Sænska meistaramótinu í Cross-Fit og gerði sér lítið fyrir og varð Svíþjóðarmeistari  í þessari vinsælu og stöðugt vaxandi þrekíþrótt.

10_9.jpg

 

Í viðtali við samfélagsvef Hornafjarðar segist Pálmar hafa æft stíft í sumar, en mikilvægt er að þær æfingar séu sem fjölbreyttastar, því ekki er gefið upp fyrr en tveim dögum fyrir keppni hverjar keppnisgreinarnar verða.  Keppnin um helgina innibar þrjár ólíkar lotur og var í öllum tilfellum tíminn sem réði úrslitum.  Fyrir þá sem vilja spreyta sig þá voru keppnisloturnar eftirfarandi:

1. lota:


500m hlaup
50 Réttstöðulyftur með 90 kg
50 Burpees hopp
250m Bóndaganga með 2x24 kg kúabjöllur
50 kúabjöllusveiflur með 24 kg
50 uppsetur

500m hlaup 

 2. lota:

3000 m róður 

3. lota:

5 hringir af:
5 lyftur upp fyrir höfuð með 70 kg
10 Upphífingar með brjóst í stöng
20 hnébeygjur

Aðspurður um lífið í Stokkhólmi, segir Pálmar að sér og fjölskyldunni líði ákaflega vel þar.  "Stokkhólmur er einstaklega falleg borg með mikið af grænum svæðum og möguleikum til skemmtilegrar útivistar".  Engu að síður er það krafturinn í íslenskri náttúru og þá ekki minnst fjöllin og jöklarnir í Austur-Skaftafellssýslu , auk fjölskyldurnar, sem af og til kallar fram heimþrá segir Pálmar.

-

Mynd: Pálmar Hreinsson ásamt sambýliskonu sinni, Lindu Karen /www.rikivatnajokuls.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.