Svisslendingar byggja snjóflóðavarnagarð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. apr 2009 17:47 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði svissneska verktakafyrirtækisins Mair Wilfried GmbH í smíði stoðvirkja vegna ofanflóðavarnar í Tröllagili í Norðfirði.
Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 255 milljónir króna eða tæp 93% af kostnaðaráætlun. Fyrirtækið er ekki ókunnugt íslenskum aðstæðum því það hefur áður unnið að snjóflóðavörnum í Ólafsvík. Byrjað verður að byggja stoðvirkin í sumar.
Á sama tíma verður byrjað á færslu stofnlagnar vatnsveitu Fjarðabyggðar en ríkisstjórn Íslands veitti viðbótarfjármagns til verkanna fyrir skemmstu.
Á sama tíma verður byrjað á færslu stofnlagnar vatnsveitu Fjarðabyggðar en ríkisstjórn Íslands veitti viðbótarfjármagns til verkanna fyrir skemmstu.