Skip to main content

Svæðisráð foreldrafélaga í Fjarðabyggð stofnað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jún 2009 12:33Uppfært 08. jan 2016 19:20

28. maí var formlegur stofnfundur Fjarðaforeldra, sem er svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna í Fjarðabyggð. Stjórnarmenn eru tíu talsins, tveir foreldrar frá hverjum grunnskóla í Fjarðabyggð, annar úr foreldrafélaginu og hinn úr skólaráðinu. Þóroddur Helgason fræðslustjóri í Fjarðabyggð var foreldrafélögunum innan handar við stofnun ráðsins.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Svæðisráðið er samstarfsvettvangur foreldrafélaga í Fjarðabyggð og málsvari foreldra grunnskólanema í sveitarfélaginu. Tilgangur svæðisráðsins er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. Stjórnarmenn Fjarðaforeldra eru Anna Margrét Sigurðardóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Solveig Friðriksdóttir, Elín Jónsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Guðný Sigurjónsdóttir, Jón Grétar Margeirsson og Björgvin Már Hansson.