Sveit GSF sigraði um helgina

Sveitakeppni Austurlands í golfi var haldin á Hagavelli á Seyðisfirði laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst.  Til leiks mættu sveitir frá Norðfirði, Reyðarfirði, Hornafirði, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði.  Samkvæmt reglugerð keppninnar þá voru í hverjum leik milli sveita leiknir þrír einliðaleikir, þ.e. einn leikmaður á móti einum í holukeppni og einn fjórleikur, þar sem tveir spila saman í liði og slá annað hvert högg.  

golf_sveitakeppni_aust.jpg

Á vefnum www.sfk.is segir að leiknar hafi verið 2 umferðir á laugardag og 2 á sunnudag.  Það voru sveitir GN, GHH, GFH, GRF og GSF sem kepptu sín á milli og eftir mörg frábær högg og hníf jafna og spennandi keppni voru það heimamenn í Golfklúbbi Seyðisfjarðar sem stóðu uppi sem sigurvegarar.  Sveit Golfklúbbs Hornafjarðar varð í öðru sæti og sveit Golfklúbbs Norðfjarðar í því þriðja.  Sigursveit GSF skipuðu þeir, Unnar Ingimundur Jósepsson, Gunnlaugur Bogason, Jóhann Stefánsson, Guðjón Harðarson, Páll Þór Guðjónsson, Ómar Bogason, Birgir Hákon Jóhannsson og Friðjón Gunnlaugsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.