Styrktartónleikar í beinni í Valaskjálf

Styrktartónleikar á SPOT í Kópavogi, til styrktar Margréti Andrésdóttir, verða sýndir í beinni útsendingu í Valaskjálf á Egilsstöðum fimmtudaginn 13. mai, uppstigningadag, milli klukkan 20:30 og 23:00

 

margret_andresdottir.jpg,,Þessir tónleikar eru haldnir til styrktar Margréti Andrésdóttur (Grétu) búsettri á Egilsstöðum, sem hefur allt síðan 2004 barist við erfiðan langvarandi sjúkdóm, sem veikir hjá henni ónæmiskerfið. Vegna þessara veikinda hefur hún þurft að koma ótal ferðir hingað suður til rannsókna, lyfjagjafa og aðgerða.

Hún er enn að berjast við þennan sjúkdóm og allt hennar fer í lækna, lyf og annan veikindakostnað.  Þetta er ekki þekktur sjúkdómur þannig að hún nýtur lítils skilnings í kerfinu.

Við getum öll lent í þessum aðstæðum eins og hún Gréta og þegar maður virkilega þarf að fara út í það að biðja um styrki hér og þar finnst manni það niðurlægjandi og maður fer að loka sig af og vona að þetta taki bara einhvern enda. En þannig er það ekki hjá Grétu því hún hefur ekkert val! Hún er einstæð móðir með 3 börn sem öll eiga við sjúkdóms eða einhverjar aðrar greiningar að stríða.

Hver vill ekki að börnin sín fái það besta sem til er? Þar á meðal að geta farið til mömmu þegar eitthvað bjátar á.... Hennar börn eru ekki búin að fá að sjá hana nema í nokkra daga síðan um áramót! Endilega styrkið hana Grétu okkar því hún þarf svo á ykkur öllum að halda núna og það er engin leið fyrir hana að fá aðra aðstoð en ykkar....

Það má lesa nánar um þetta á Facebooksíðu sem var sett upp til að reyna að hjálpa henni", segir í fréttatilkynningu frá stuðningshópi hennar.

 „Styrktarsíða Margrétar á facebook“

Fram koma:
Greifarnir; Einar Ágúst; Haffi Haff; Alan Jones; Magni; Alexander Aron/Ímynd; Friðrik Dór; Kristmundur Axel; Sylvía Rún; Nanna Imsland; Stefanía ogTinna Rut.

Miðasalan hefst kl. 19.30 í Valaskjálf, miðaverð 1000 kr.-

Allir sem koma að þessum tónleikum hafa gefið vinnu sína og fer öll innkoma til styrktar Margrétar.

Einnig er hægt að leggja inn á reikning til styrktar henni: 1147-26-3199 kt: 231276-3199

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.