Skip to main content

Styrkir veittir til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. mar 2009 11:04Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði fyrir skömmu styrkjum  að upphæð kr. 600.000.- til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála fyrir árið 2009. Sjö umsóknir bárust.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Menningar- og íþróttanefnd úthlutaði eftirtöldum styrkjum:

Safnaðarsamlag Héraðs og Borgarfjarðar fyrir hönd Bíbí -æskulýðsfélags kirkjunnar á Héraði. Starfsstyrkur til æskulýðsstarfa kirkjunnar. Samþykkt að styrkja æskulýðsstarf kirkjunnar á Héraði um kr. 50.000,-.

Æskulýðsnefnd Freyfaxa. Umsókn um styrk til æskulýðsstarfsemi á vegum Hestamannafélagsins Freyfaxa. Samþykkt að veita æskulýðsnefnd Freyfaxa kr. 100.000,- til verkefnisins.

Fimleikadeild Hattar. Umsókn um styrk til kaupa á áhöldum. Samþykkt að styrkja Fimleikadeild Hattar um kr. 300.000,- til tækjakaupa.

Erna Friðriksdóttir umsókn um styrk til sérhæfðra skíðaæfinga fyrirfatlaða. Samþykkt að veita henni kr. 50.000,- í styrk.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs umsókn um styrk vegna gönguleiða að heiðarbýlum á Jökuldalsheiði. Samþykkt að veita kr. 100.000,- í styrk.

 

Samtals úthlutað kr. 600.000.-

 

Umsókn frá Kirkjumiðstöð Austurlands. Óskað er eftir styrk til kaupa og uppsetningar leiktækja við KMA.  Styrkumsókn hafnað.

Umsókn frá Björgvini Karli Gunnarssyni vegna þjálfaramenntunar. Erindinu hafnað.