Stórt fimleikamót framundan - undirbúningsfundur í dag

Laugardaginn 16. maí verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum.  Aðkomufólk gæti orðið á fjórða hundrað talsins og keppendur verða um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar. Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins komi til mótsins. Í dag verður í Hettunni á Egilsstöðum haldinn undirbúningsfundur vegna mótsins og þeir sem vilja og geta lagt deildinni lið við undirbúninginn eru boðnir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 18.

fimleikar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.