Stýrivextir verða að lækka

Samtök atvinnulífsins telja að það muni valda óbætanlegum skaða ef stýrivextir verði ekki lækkaðir verulega í vikunni. SA áttu í gær fund með fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna ásamt aðilum vinnumarkaðarins. Þór Sigfússon, formaður SA, segir atvinnulífið hrópa eftir aðgerðum og því hafi verið komið til skila.

peningar2.jpg

 

 „Þar standa vaxtamálin upp úr og smávægileg lækkun núna í vikulokin yrði gríðarlegt áfall fyrir okkur. Það væri vitnisburður um að menn gera sér enga grein fyrir því hversu skaðlegt það er fyrir samfélagið ef atvinnulífið er skilið áfram eftir í fimbulfrosti. Slíkt myndi valda óbætanlegum skaða," segir Þór í samtali við Fréttablaðið í dag.

 

 

 

Þór Sigfússon segir aðspurður að haftamálin hafi verið rædd á fundinum og hvaða möguleikar séu til að aflétta þeim. „Eins lögðum við áherslu á að það yrði ekki farið í boðaðar aðgerðir í sjávarútvegsmálunum og við lýstum áhyggjum okkar yfir hinu svokallaða eignaumsýslufélagi ríkisins."

 

 

 

Þór telur það kappsmál allra, bæði aðila vinnumarkaðarins, ríkisstjórnar og hins opinbera almennt, að svokallaður stöðugleikasáttmáli verði að veruleika eins og SA hafi lagt áherslu á.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.