Stofnun Matvælamiðstöðvar Austurlands

Á mánudag verður undirritað samkomulag um stofnun og starfsemi nýrrar Matvælamiðstöðvar Austurlands. Hún verður til húsa í Mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Að henni koma Matís, Auðhumla/MS, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Þróunarstofa Austurlands og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Á næstunni mun Matís ráða starfsmann að Matvælamiðstöðinni og húsnæðið verður undirbúið fyrir starfsemina. Í Matvælamiðstöð Austurlands verður samstarf um vöruþróun og rannsóknir á mjólkurafurðum o.fl.

kr.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.