Stofnaði stuðningshóp til kaupa á hjartastuðtækjum

Heiðar Broddason stofnaði á dögunum stuðningshóp á ,,facebook" til kaupa á hjartastuðtæki fyrir fjölnotasalina í Brúarási og Fellabæ.  Hugmyndin kviknaði í framhaldi af því að Jónína Sigríður Elíasdóttir fékk hjartastopp á þorrablótinu í Brúarási.

heidar_broddason.jpgHeiðar segir hugmyndina gafa kviknað eftir að hann las fréttina um Jónínu og viðtalið hér á agl.is

,,Mér datt þetta í hug þegar ég var að lesa greinina á agl.is um Jónínu, eftir að hún hné niður á þorrablóti í fjölnotasalnum að Brúarási. Mér fannst það einkennilegt að hjartastuðtæki væri ekki staðalbúnaður í svona fjölnotahúsi.  Reyndar hef ég heyrt það, að þegar eitthvað sé að gerast, til dæmis kringum íþróttahúsið á Egilsstöðum, þá fái viðkomandi keppnishaldarar tæki lánað hjá lögreglunni, sem er slæmt því þá er lögreglan ekki með neitt tæki þann tíma meðan það er í láni.

Núna eru komnir 491 meðlimur í stuðningshópinn sem ég stofnaði á ,,facebook".  Það hefur aðeins verið um það að fólk hefði viljað fá fleiri fjölnota íþróttarhús í þennan hóp sem er mjög gott og  ég var ekki að hugsa um að úthýsa neinum, tiltók einungis þau sem Jónína sagði frá á agl.is og það er ekkert mál að taka til dæmis Hallormstað í hópinn.
Framhaldið er að spyrjast fyrir um það hjá svetarfélaginu, hvernig þessu sé háttað og hvort og hvað mörg svona tæki séu til í húsunum hérna og athuga hvort þetta sé á stefnuskánni hjá þeim sem bjóða sig fram til sveitarstjórna í vor" segir Heiðar. 

Nú er búið að opna reikning í Landsbankanum á Egilsstöðum til að safna fé til kaupa á hjartastuðtækjunum.  Reikningsnúmerið er 0175-05-72643  kennitala 100458-7999, ábyrgðarmaður reikningsins er Jón Eiður Jónsson. 

Ef allir sem eru í stuðningshópnum leggja 1000 krónur inn á reikninginn er þetta langt komið, þá er og eftir að leita stuðnings hjá sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Svona tæki kosta á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en ráðgjafi varðandi tækjakaupin, svo sem gerð og stærð tækja, er Gísli Birgir Ómarsson sjúkraflutningamaður.

Slóðin á stuningssíðuna á facebook er hér 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.