Skip to main content

Stjórnvöld höggvi ekki þar sem hlífa skyldi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. mar 2009 13:08Uppfært 08. jan 2016 19:19

Framhaldsskólakennarar ályktuðu um menntun og skólastarf á ársfundi sínum síðastliðinn fimmtudag. Félag þeirra hvetur stjórnvöld til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu og höggva ekki þar sem hlífa skyldi.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Ályktun  fulltrúafundar Félags framhaldsskólakennara  12. mars 2009


Stöndum vörð um menntun og skólastarf! 


Á krepputímum er mikilvægt að efla fremur en draga úr jafnrétti til náms. Ef starfsemi og þjónusta leik- og  grunnskóla við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra er skert vegna fjárhagslegs niðurskurðar er höggvið þar sem hlífa skyldi. Slíkur niðurskurður bitnar oftast  þyngst á þeim  sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega.


Framhaldsskólarnir eru í lykilaðstöðu til að opna dyr sínar fyrir því fólki á öllum aldri, sem vill bæta menntun sína til að fá aðgang að frekara námi og styrkja hæfni sína og stöðu á vinnumarkaði. Þetta er því aðeins fært að skólarnir fái rekstrarfé til  að halda uppi nægilega mikilli og fjölbreyttri starfsemi. Fjármunum til menntunar  er  vel varið, hvort sem vel árar eða illa.  Samfélagið þarf alltaf á mannauði og menningu  skólanna að halda.

Vanhugsaðar ákvarðanir um mikinn sparnað í skólakerfinu geta valdið óbætanlegum skaða  um mörg ókomin ár. 

Fundurinn hvetur ríkistjórn og Alþingi til dáða og væntir þess að fulltrúar þjóðarinnar hafi kjark til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu.