Stefnir í metveiði í Hrútu

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengjum kemur sumarið ágætlega út í ám félagsins og langbest í Hrútu, þar sem 580 laxar eru komnir í land og aðeins þarf að veiða um 50 laxa í viðbót til að slá nýtt veiðimet. Veitt verður út mánuðinn í ám Strengja; Breiðdalsá, Jöklu, Minnivallalæk og Laxá í Nesjum.

lax_strlax_r_breidals_09.jpg

Á vefsvæði Strengja segir að nú dragi nær endalokunum í veiði þetta árið. ,,Í Breiðdal fer áin þar að ná 700 löxum og gæti lokatalan þar orðið í kringum 800 laxa en oft hefur  september verið drjúgur þarna fyrir austan. Fyrir helgina skeði sá fáheyrði atburður að Halldór Jónsson leiðsögumaður og starfsmaður Strengja setti í lax á maðk ofarlega í Breiðdalsá og línan flæktist þá einhvernvegin utan um annan lax í viðureigninni og Dóri dró þá báða á land án vandkvæða skömmu síðar. Þetta kallar maður að slá tvær flugur í einu höggi! Hinn veiðivörðurinn á staðnum, Súddi“ eða fullu nafni Sigurður Staples mátti nú ekki vera mikið að því að veiða þá enda upptekin maður í viðtölum í þættinum „Út og suður“ sem sýndur var á ríkissjónvarpinu á sl. sunnudagskvöld. Gaman af „Súdda“ og við öll fróðari nú um manninn!

Á Jöklusvæðinu eru tæplegar 300 laxar komnir á land sem er vel viðunandi og miðað við nýtingu árinnar bara mjög góð veiði per stöng á dag. Erlendir kvikmyndagerðamenn hafa verið að veiða þarna meðal annars í sumar og komnir langt að, alla leið frá Ástralíu. Hafa þeir verið að veiða vítt og breytt um landið sl. tvo mánuði og náð frábærum myndum og meðal annars af Jöklusvæðinu. Brot af því má sjá hér og mun það koma eflaust koma mörgum á óvart hve skemmtilegt og fjölbreytt svæðið er eins og  þar má sjá.

Minnivallalækur verður með á bilinu 300-400 fiska og eitt hollið í síðustu viku gerði það gott með 21 urriða, og allt að 7 pund þá stærstu. Annars hefur veiðin verið upp og niður, en almennt meira um væna fiska en oft áður.

 

Laxá í Nesjum er að detta í 100 laxa og ljóst að um meðalsumar  er þar um að ræða, ágæt veiði en ekkert mok í þessari litlu og ódýru veiðiá,“ segir á vefsíðu Strengja.

-

Mynd/Með stórlax úr Breiðdalsá/Strengir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.