Skip to main content

Stefna á hrefnuveiðar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. apr 2009 12:45Uppfært 08. jan 2016 19:19

Djúpavogsbúar tóku á móti nýjum bát til hafnar í gær. Það er Sæljós GK 185, sem er í eigu Ósness og Eyfreyjuness á Djúpavogi. Báturinn er keyptur frá Grindavík, er upphaflega smíðaður á Seyðisfirði árið 1968, stálbátur, 22 metra langur og tæp 65 brúttótonn. Hann var endursmíðaður 1998. Eigendurnir ætla að gera bátinn út til fjölveiða og eru meðal annars búnir að sækja um leyfi til hrefnuveiða.

nyr_batur_080409__8_.jpg

 

 

Bátnum var siglt af stað um kl. 23:00 á mánudagskvöldið 6. apríl og er því ferðalagið búið að taka rúma 30 tíma. Um borð á leiðinni austur voru bræðurnir Hreinn og Birgir Guðmundssynir, Hringur Arason og Jón Karlsson, skipstjóri.

Nýir eigendur munu á næstunni taka bátinn í gegn og gera hann sem glæsilegastan og vonast til að geta byrjað að róa á honum með sumrinu.

     

Mynd ÓB/www.djupavogur.is