Stefanía nýr formaður LBL

Stefanía G. Kristinsdóttir er nýr formaður samtakanna Landsbyggðin lifir. Hún var kjörin formaður á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Galdrasetrinu á Ströndum 30. ágúst sl. Stefanía er búsett á Egilsstöðum og er framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands. Hún er rekstrarfræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, BA í heimspeki frá HÍ og MBA í stjórnun í rafrænu umhverfi frá HR og GEM. Stefanía starfaði hjá Rannsóknaþjónustu HÍ í nýsköpunar- og þróunarverkefnum í sex ár og hjá Þróunarfélagi Austurlands í þrjú ár við verkefnastjórnun og sem framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands.

stefana_g_kristinsdttir_frkvst_ekkingarnets_austurlands.jpg

Þórarinn Lárusson á Egilsstöðum, f.v. formaður LBL, gaf ekki kost á sér sem aðalmaður í stjórn.


Í nýrri aðalstjórn LBL:


Stefanía G. Kristinsdóttir, Egilsstöðum, formaður


Ragnar Stefánsson, Svarfaðardal, varaformaður


Sigríður Svavarsdóttir, Akureyri, gjaldkeri


Stefanía V. Gísladóttir, Kópaskeri, ritari


Guðjón Dalkvist Gunnarsson, Reykhólum, meðstjórnandi


Karítas Skarphéðinsdóttir, Ólafsfirði, meðstjórnandi


Steffan Iwersen, Reykjavík, meðstjórnandi



Varamenn í stjórn LBL:

Albert Gunnlaugsson, Siglufirði

Þórarinn Lárusson, Egilsstöðum

Guðmundur Magnússon, Kópaskeri

Þormóður Ásvaldsson, Þingeyjarsveit

Elísabet Gísladóttir, Reykjavík

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.