Staðbundið háskólanám verði á Egilsstöðum

Fulltrúar stjórnar Þekkingarnets Austurlands, ásamt framkvæmdastjóra, funduðu með bæjarráði Fljótsdalshéraðs fyrir skömmu varðandi stuðning ÞNA við uppbyggingu staðbundins háskólanáms á Egilsstöðum. Niðurstaða fundarins var að þessir aðilar samþykktu að vinna formlega saman að verkefninu.

fljtsdalshra_lg.jpg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs bókaði á fundi sínum í byrjun mánaðarins að hún fagnaði því að Þekkingarnet Austurlands ætlar að vinna með sveitarfélaginu að því að koma á staðbundnu háskólanámi  á Egilsstöðum. Jafnframt minnti bæjarstjórn á mikilvægi þess fyrir samfélagið á Héraði og Austurland allt að hægt verði að stunda háskólanám og vinna að rannsóknarverkefnum innan svæðisins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.