Skip to main content

Sparisjóður Norðfjarðar óskar eftir aðstoð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. mar 2009 21:56Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sparisjóður Norðfjarðar er einn sex sparisjóða sem óskað hafa eftir aðstoð ríkisins samkvæmt nýlegum lögum um framlag ríkissjóðs til sparisjóða.

 

ImageUmsókn sjóðsins fer til umsagnar hjá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu eru nefndir fjórir lykilþættir sem hafðir verði að leiðarljósi við mat á umsóknunum.
1. Að tryggðir verði sem fjölbreyttastir valkostir neytenda í fjármálaþjónustu.
2. Að fjármálaþjónusta verði í boði um land allt.
3. Að hagræðingu verði náð fram í rekstri sparisjóðanna.
4. Að samfélagslegt hlutverk sparisjóðanna verði tryggt.

Hinir sparisjóðirnir sem sóttu um aðstoð voru Sparisjóður Keflavíkur, Sparisjóður Vestmannaeyja, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Bolungarvíkur og Byr sparisjóður.