Sorpurðun í uppnámi

Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður leita nú að heppilegum urðunarstað fyrir sorp af svæðinu. Viðbótarsamningur um tímabundna urðun sorps á Reyðarfirði, af Héraði og Seyðisfirði fékkst ekki endurnýjaður hjá Fjarðabyggð og kann það að setja sorpurðun í uppnám, nema að Fjarðabyggð endurskoði afstöðu sína.

Talið er að hugsanlega sé hagkvæmast að reka einn urðunarstað fyrir allt miðsvæði Austurlands, þar sem sorpmagn fer minnkandi og endurvinnsla vex, en það er til skoðunar um þessar mundir.

Sorp frá Fljótsdalshéraði hefur verið flutt til urðunar að Þernunesi í Reyðarfirði síðan 1. júlí, eftir að urðunarstað Fljótsdalshéraðs á Tjarnarlandi í Hjaltastaðarþinghá var lokað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.