Sýningu Kristjáns Steingríms að ljúka

Síðustu forvöð eru að sjá sýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar, Staðir, í sýningarsal Skaftfells. Síðasti sýningardagur er 15. september.Á sýningunni í Skaftfelli eru málverk, teikningar og ljósmyndir sem Kristján hefur unnið undanfarin misseri. Verkin fjalla með einum eða öðrum hætti um staði, þar sem jarðvegur er notaður til að skapa vangaveltur um fjar- og nærveru áhorfandans.

here.jpg

Sýningunni Hér.e á Vesturvegg Skaftfells líkur einnig 15. september.

  

Sýningin samanstendur af ljósmyndum og tónverki, innblásnu af sjónverkunum.

Verkin eru unnin sitthvoru megin kringlu, af systrunum Kristínu Örnu og Þórunni Grétu Sigurðardætrum.

 

Skaftfell er opið alla daga frá 12:00 og fram eftir kvöldi. Aðgangur að sýningum er ókeypis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.