Sýningin FLEY opnuð í gallerí Klaustri

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, opnaði nýverið sýninguna FLEY í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Sýninguna nefnir hún FLEY. Á henni eru þrír nýir skúlptúrar unnir í járn og grjót.

 

Anna dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri árið 2009 og eru verkin innblásin af áhrifum frá rannsóknum á mannabeinum og fornleifum hins forna Skriðuklausturs sem staðið hafa yfir síðustu ár. Anna hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis.
Sýningin stendur til 26. ágúst og er opin alla daga kl. 10-18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.