Sýning opnuð um sögu Kaupfélags Héraðsbúa

khb_syningaropnun_0005_web.jpgSýningin „Ef þú færð það ekki í kaupfélaginu, þá þarftu það ekki“ var opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á föstudag. Á sýningunni gefur að líta muni úr rúmlega 100 ára sögu Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) en hún er samstarfsverkefni nemenda í áfanga um sögu Austurlands í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Minjasafns Austurlands.

 

KHB var stofnað á Skeggjastöðum í Fellahreppi á vormánuðum ársins 1909. Miðpunktur verslunarrekstursins var í fyrstu á Reyðarfirði en færðist síðar upp í Egilsstaði og má segja að miðbærinn þar hafi byggst upp utan um umsvif Kaupfélagsins.

Efnahagshrunið haustið 2008 hafði mikil áhrif á KHB þegar hið nýkeypta dótturfyrirtæki Malarvinnslan varð gjaldþrota. Í janúar 2009 varð síðan ljóst að rekstur KHB væri búinn í bili. Með nauðasamningnum tókst að forða kaupfélaginu frá gjaldþroti. Þeim lauk í fyrra en félagið er nær eignalaust í dag.

Á sýninguna hefur verið safnað fjölda muna sem endurspegla hina rúmlega 100 ára sögu félagsins. Margir fyrrverandi starfsmenn þess litu við þegar sýningin var opnuð á þjóðhátíðardaginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.