Skip to main content

Sýning í Breiðdalssetri

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. apr 2009 14:29Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sýningin Fortíðar flögur opnar í Breiðdalssetri í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík kl. 18 í dag. Verkin eru afrakstur fyrstu gestavinnustofu Breiðdalsseturs. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sýnir ný myndverk unnin upp úr ljósmyndaalbúmi dr. Stefáns Einarssonar frá Höskuldsstöðum, Breiðdal. fortarflgur.jpg

 

Myndirnar voru teknar á fyrstu áratugum 20. aldar. Verk Guðrúnar fást gjarnan við spurninguna um hvað geymist í umhverfi okkar; merki, muni, minningar og hvernig við lesum í þetta. Á Skírdag og laugardaginn fyrir páska verður opið frá 14 til 18. Sýningin mun standa út apríl.