Sýning í Breiðdalssetri

Sýningin Fortíðar flögur opnar í Breiðdalssetri í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík kl. 18 í dag. Verkin eru afrakstur fyrstu gestavinnustofu Breiðdalsseturs. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sýnir ný myndverk unnin upp úr ljósmyndaalbúmi dr. Stefáns Einarssonar frá Höskuldsstöðum, Breiðdal. fortarflgur.jpg

 

Myndirnar voru teknar á fyrstu áratugum 20. aldar. Verk Guðrúnar fást gjarnan við spurninguna um hvað geymist í umhverfi okkar; merki, muni, minningar og hvernig við lesum í þetta. Á Skírdag og laugardaginn fyrir páska verður opið frá 14 til 18. Sýningin mun standa út apríl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.