Smyglarar í yfirheyrslu á Egilsstöðum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. apr 2009 09:15 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Mennirnir þrír sem handteknir voru um borð í smyglskútunni og fluttir með varðskipinu Tý til Eskifjarðar eru nú í yfirheyrslu hjá lögreglu á Egilsstöðum. Þegar búið verður að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim við Héraðsdóm Austurlands eftir hádegi, verða þeir samkvæmt upplýsingum lögreglu fluttir með leiguflugi frá Egilsstaðaflugvelli til Selfoss.
Ljósmynd: Fíkniefnalögreglumenn koma með grunaðan smyglara í Héraðsdóm Austurlands rúmlega ellefu í morgun./SÁ