Söluhelgi aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins

krabbameinsfelagid.jpg
Árleg söluhelgi aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins verður 30. ágúst til 3. september. Að þessu sinni verða seldir fjölnota innkaupapokar og pennar til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands.

Vörurnar verða seldar við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Á Austurlandi taka bæði Krabbameinsfélag Austfjarða og Austurlands þátt í söluhelginni.

Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands en það eru svæðisbundin krabbameinsfélög og stuðningshópar sem stofnaðir hafa verið til að sinna fræðslu og þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein.

Svæðisbundnu félögin takast á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og stuðnings við sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Stuðningshóparnir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra og hefur það haft ómetanlega þýðingu. Sölunni er ætlað að styðja við þessa starfsþætti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.