,,Sólin skín á drullupoll"

Nú er nær lokið tökum á kvikmyndinni Sólin skín á drullupoll eftir Ásgeir Hvítaskáld á Egilsstöðum.  Tökur myndarinnar hafa staðið yfir frá sumri 2007 og áætlað er að frumsýna myndina í nóvember næstkomandi.

drullupollur_kvikmyndataka.jpgKvikmyndin fjallar um glæp og er bönnuð börnum.  Þrjú ódæðisverk eru framin í myndinni, sem fjallar um ógæfusamt fólk sem lendir í íllindum að sögn höfundarins, Ásgeirs Hvítaskálds.

,,Myndin er algerlega tekin upp á Austurlandi í samvinnu við Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Tökum myndarinnar er að ljúka, búið að klippa meginefnið og nú standa yfir aukatökur. Myndin verður frumsýnd á Austurlandi í nóvember næstkomandi.  Þetta er flókin saga, margar persónur, leikarar frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Í myndinni er náttúran á Austurlandi algerlega í fókus", segir Ásgeir Hvítaskáld höfundur, leikstjóri og kvikmyndatökumaður myndarinnar.

SÝNISHORN úr myndinni, Sólin skín á drullupoll.

FRÉTTIR OG MYNDIR frá tökum myndarinnar á heimasíðu Ásgeirs Hvítaskálds.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.