Ísland í 16. sæti yfir aflahæstu fiskiveiðiþjóðir heims 2006

Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Kínverjar bera ægishjálm yfir aðrar fiskveiðiþjóðir hvað aflamagn varðar. Heildarafli þeirra árið 2006 var 17,4 milljónir tonna. Næstir á eftir þeim koma Perúmenn með 7 milljónir tonna.

fiskur3.jpg

Á vefsíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að alls veiddu 32 ríki heims 500.000 tonn af fiski eða meira árið 2006. Heildarafli ársins var rétt um 92 milljónir tonna. Hlutdeild þessara 32 ríkja í alheimsaflanum var rúmlega 86%.

 

Af 92 milljóna tonna heildarafla heimsins kom 50,1 milljón tonna úr Kyrrahafinu eða 54,5%. Atlantshafið gaf 19,9 milljónir tonna eða 21,6% heimsaflans.  Afli úr innhöfum og vötnum nam 10,1 milljón tonna. 

 

Aflahæstu þjóðirnar árið 2006 voru þessar:

 

  1

 Kína

 17,4 millj. t

  2

 Perú

   7,0 millj. t

  3

 Bandaríkin

 4,9 millj. t

  4

 Indónesía

 4,8 millj. t

  5

 Chile

 4,5 millj. t

  6

 Japan

 4,3 millj. t

  7

 Indland

 3,9 millj. t

  8

 Rússland

 3,3 millj. t

  9

 Taíland

 2,8 millj. t

10

 Noregur

 2,4 millj. t

16

 Ísland

 1,3 millj. t

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.