Sól og gleði á Ormsteiti

Mikil stemmning er nú í miðbæ Egilsstaða í blíðuveðri. Fjöldi fólks skemmtir sér á bæjarhátíðinni Ormsteiti, sem staðið hefur yfir í rúma viku og nær hápunkti í dag á Egilsstöðum og í Fljótsdal á morgun. Í morgun var byrjað að heilgrilla hreindýr yfir opnum eldi í miðbænum og von á í það minnsta 250 manns í hreindýrakjötsveislu þegar líður að kvöldi við menningarhúsið Sláturhúsið. Þar er nú markaður og í kvöld hátíðardagskrá og músík.

Or

Dagurinn var tekinn snemma því Skátafélagið Héraðsbúar leiddi skrúðgöngu úr miðbæ Egilsstaða niður í Egilsstaðavík. Þar grilluðu börn brauðorma á tjágreinum og drukku ormadjús og fullorðna fólkinu var boðið í höfðinglegan morgunverð í yndisfögru umhverfi Gistihússins Egilsstöðum, í boði Gistihússins og Landsbankans.

 Or

 -

Or

 

Or

 

Or 

Or 

Or 

Sigríður Sigmundsdóttir og Þór Ragnarsson bera hitann og þungann af heilgrillun 4 vetra hreindýrskvígu sem boðið verður upp á í hátíðarkvöldverði í miðbæ Egilsstaða í kvöld. Aðrar myndir frá Ormsteiti á Egilsstöðum í dag/SÁ

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.