Öskudagsgleði á Egilsstöðum

Krakkar á Egilsstöðum sem og annarsstaðar í fjórðungnum gerðu sér dagamun í dag í tilefni öskudagsins.

oskudagur_egilsstodum.jpgForeldrafélag Egilsstaðaskóla efndi til öskudagsskemmtunar í Íþróttahúsinu í tilefni öskudags.  Þetta er nýbreytni í starfi foreldrafélagsins og þótti takast vel til.   Krakkarnir slógu nammið úr tunnunum, settar voru upp tvær tunnur, sín fyrir hvorn aldurshóp.  

Eldri krakkarnir voru eldfljót að slá niður sína tunnu en hún varð undan að láta eftir aðeins tvö högg.  Fyrsta höggið var vel útilátið, þar sem tunnan lét ekki undan því varð eitthvað undan að láta og kylfan sem notuð var, kubbaðist í tvennt og var þar með úr sögunni.  Sem betur fer var til önnur kylfa og var hún nú sett í hendur stráks sem var uppdressaður sem veiðimaður og sló hann tunnuna niður með það sama.

Heldur brösulegar gekk að slá niður tunnuna hjá yngri krökkunum og var ekki laust við að það væri farið að bregða fyrir vonleysissvip á stöku andliti, þegar tunnan hrundi loksins niður og krakkarnir steyptu sér eins og fálkar á bráð yfir það sem úr henni hrundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.