Skip to main content

Skútan fundin og þrír handteknir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. apr 2009 22:46Uppfært 08. jan 2016 19:19

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefti um kl. hálfellefu í kvöld siglingu hinnar meintu dópskútu sem flutti eiturlyf upp að Austurlandi og sigldi svo á brott. Skútan var tekin djúpt undan Suðausturlandi. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra fóru úr Tý yfir í skútuna og handtóku þar þrjá menn og færðu yfir í varðskipið í hald. Varðskipið mun nú færa skútuna til íslenskrar hafnar.

 

Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem hófst með handtöku þriggja manna á Austurlandi í gærkvöldi. Þeir hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikja gæsluvarðhald.