Skútan fundin og þrír handteknir

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefti um kl. hálfellefu í kvöld siglingu hinnar meintu dópskútu sem flutti eiturlyf upp að Austurlandi og sigldi svo á brott. Skútan var tekin djúpt undan Suðausturlandi. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra fóru úr Tý yfir í skútuna og handtóku þar þrjá menn og færðu yfir í varðskipið í hald. Varðskipið mun nú færa skútuna til íslenskrar hafnar.

 

Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem hófst með handtöku þriggja manna á Austurlandi í gærkvöldi. Þeir hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikja gæsluvarðhald.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.