Skýrsla um grisjun á Hallormsstað

Út er komin ný skýrsla um vélvædda grisjun á Íslandi eftir þá Christoph Wöll og Loft Jónsson í samstarfi við PELLETime. Þar sem skógar á Íslandi eru enn ungir hefur ekki verið eins mikil þörf á grisjun og er í skógum víða annars staðar. Ljóst er hins vegar að meira verður grisjað á næstu árum og áratugum en gert hefur verið áður og því er full ástæða til að skoða alla nýja tækni sem möguleiki er á að nýta við grisjun. 

 

Í skýrslunni eru afköst og úrvinnsla fyrstu sérhæfðu skógarhöggsvélarinnar hér á landi, Græna drekans, skoðuð. Afköst vélarinnar eru borin saman við afkastatölur hins klassíska skógarhöggs, þ.e. manna með keðjudagir. Skýrsluhöfundar velta upp ýmsum spurningum, m.a. hvernig vél af þessu tagi henti í skógum sem eru misjafnir að stærð og aldri, skoða kostnaðinn og hvort einhverjir ókostir fylgi vélinni. Frá þessu greinir á vef Skógræktar ríkisins.

Nálgast má skýrsluna hér:

Productivity and cost analysis of a harvester operation in Hallormsstaður, East Iceland.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.