Skiptum á búi Hafsíldar lokið

Skiptum á þrotabúi Hafsíldar hf. á Seyðisfirði lauk fyrr í þessum mánuði. Samþykktar almennar kröfur námu 235 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær.

 

Síldarverksmiðja undir merkjum var stofnuð af Ingvari Vilhjálmssyni á Seyðisfirði árið 1965. Þrotabúið sem gert hefur verið upp er með kennitölu frá árinu 1987. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Austurlands haustið 1993. Veð- og forgangskröfur, upp á hálfa milljón króna, fengust greiddar að fullu.
Verksmiðjan hafði í gegnum árin orðið fyrir nokkrum snjóföllum. Árið 1986 féll flóð á olíutanka hennar. Árið 1967 varð smiðjan fyrir flóði þar sem mjölgeymsluhúsið eyðilagðist. Árið 1975 skemmdi flóð vélasal og verksmiðju. Meðal þeirra sem störfuðu í smiðjunni voru Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sem segir frá því á heimasíðu sinni að hann hafi verið eitt sumar þar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.