Skipasmiðir þyrptust í Hamar

Í tilefni af sjómannadeginum, þá bauð vélsmiðjan Hamar ehf. á Eskifirði, krökkum að koma og smíða báta á verkstæði fyrirtækisins á Eskifirði sem er eitt af fimm vélsmiðjum sem Hamar ehf rekur um landið. Um 30 krakkar komu og margir bátar voru smíðaðir. Margir góðir skipasmiðir voru í hópnum og örugglega verðandi sjómenn og útgerðarmenn.

hamar.jpg

Oft var vandi að sjá hvort krakkarnir eða foreldrarnir skemmtu sér betur og mikill áhugi skein úr andlitum.  Afraksturinn voru stálbátar  - „fiski-kútterar“ með trédekki og seglabúnaði Egersund netagerð. Á Eskifirði er heimahöfn uppsjávarveiðiskipanna Aðalsteins Jónssonar SU 11 og Jóns Kjartanssonar SU 111 sem eru með stærri skipum flotans, auk þess sem skip Brims eru reglulegir gestir í höfninni og annarra útgerða. Mikið líf er í höfninni í hverri viku og fyrirmynd krakkana tengdar sjónum og þjónustu við sjávarútveginn.

Mynd: Skipasmiðurinn Krystian með bátinn sinn.

 

Myndataka: Steinn Hrútur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.