Skíðagönguparadís við bæjardyrnar

Lögð hefur verið skíðagöngubraut við bæjardyr Egilsstaðabúa. Brautin liggur  um tún Egilsstaðabýlisins sunnan heimreiðarinnar heim að býlinu og Gistihúsinu.

skidagonguparadis.jpgÞað er áhugahópur á Egilsstöðum sem lagði göngubrautina en hópurinn hefur á undanförnum árum verið að æfa markvisst fyrir Vasa skíðagönguna í Svíþjóð og hafa margir í hópnum einmitt tekið þátt í Vasagöngunni árlega.

Að sögn Hjálmars Jóelssonar eins forsvarsmanna hópsins er vinnan við að leggja brautina unnin í sjálfboðavinnu og hann vonast til að sem flestir nýti sé brautina til að ganga sér til heilsubótar.

Brautin er lögð í hring, raunar tvo, hægt er að velja um lengri hring með auðveldum brekkum tæplega þriggja kílómetra langan, síðan styttri hring sem hlykkjast um slétt túnin og er um tveir kílómetrar að lengd en brautirnar liggja saman hluta af leiðinni.

Upphaf brautarinnar er við bílastæði Gistihússins á Egilsstöðum, liggur upp með heimreiðinni, inn með Vallavegi, inn að Arnarborginni, niður að Egilsstaðakollinum innst, út með honum um klauf milli kletta og niður fyrir utan Kollinn, niður að Egilsstaðavíkinni tvisvar sinnum og út að Gistihúsinu aftur.  Þessi braut er tæpir þrír kílómetrar að lengd.  Síðan greinist stutta brautin, sem er um tveir kílómetrar, frá þeirri lengri inn með Vallaveginum á móts við gamla Tjaldstæðið og hlykkjast um túnin inn að Kollinum, niður að gamla fjárhúsin og fylgir þaðan hinni brautinni út að Gistihúsinu.

,,Það er gaman að sjá hvað margir eru að koma að ganga í brautinni, margt fólk sem ég hef ekki séð á gönguskíðum í mörg ár hefur tekið fram skíðin og kemur að ganga í brautinni, enda stutt að fara", segir Hjálmar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.