Sjósundfélag Norðfirðinga: „Þetta er vont en það venst“

sjosund_nesk.jpgSjósundfélag Norðfirðinga (SJÓN) hélt nýverið upp á mánaðarafmæli sitt í Neskaupstað. Greinin nýtur vaxandi vinsælda hvar sem er á landinu.

 

„Þetta er vont en það venst,“ sagði Húnbogi Gunnþórsson, einn stofnenda félagsins. Félagið var stofnað þann 10. febrúar þegar þrír kappar stungu sér til sunds fyrir neðan kirkjuna í Neskaupstað.

Áhuginn hefur vaxið í seinustu viku var haldið upp á mánaðarafmælið. Sjö sundkappar lögðust þá til sunds. Fimm stiga frost var í loftinu og sjórinn um 0,5°C kaldur.

Félagið hefur vakið mikla athygli í Neskaupstað undanfarnar vikur og vænta félagsmenn þess að fleiri mæti í tveggja mánaða afmælið í apríl.

„Það mættu nú fleiri kvenmenn láta sjá sig ofan í,“ segir Þórður Sturluson, einn af hetjunum eins og strákarnir kalla sig. Þeir skora á þá sem vilja fylgjast með og taka þátt að gerast meðlimir á fésbókarsíðu félagsins.

Mynd: Hafrún Eiríksdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.