Sigurður Donys í Hött

Í gær skrifaði Sigurður Donys undir tveggja ára samning við Hött. Donys lék með Einherja á síðustu leiktíð, þar lék hann 15 leiki og skoraði 14 mörk. Donys þykir gríðarlega sterkur leikmaður og kemur til með að styrkja lið Hattar mikið.

donyshottur7okt_vefur.jpg

Donys sem er 23 ára gamall þótti lengi með efnilegustu leikmönnum Austurlands og gerði 10 mörk í 14 leikjum með Einherja í 3.deild á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokk árið 2003, aðeins 17 ára gamall. Hann hefur hinsvegar átt við meiðsli að stríða undanfarin ár en sýndi það í sumar með uppeldisfélagi sínu að hann er að nálgast sitt gamla form.

Þá hefur markvörðurinn knái Oliver Bjarki Ingvarsson ákveðið að leita á önnur mið eftir mörg góð ár með Hetti. Höttur óskar honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur en Oliver hefur auk þess að standa sig frábærlega í marki Hattar undanfarin ár, þjálfað Spyrni (B lið Hattar) í 3.deild 2008 og mfl. kvk nú í sumar.

 

Síðast en ekki síst skrifuðu 8 ungir og efnilegir leikmenn undir samninga við Hött í gær. En það eru þeir Brynjar Árnason, Garðar Már Grétarsson, Ingvi Þór Georgsson, Jóhann Valur Klausen, Kristófer Kristjánsson, Óttar Guðlaugsson og Öystein Magnús Gjerde sem gerðu samning við Hött til ársloka 2011 og Stefán Ingi Björnsson gerði samning til ársloka 2010. En drengirnir sem eru fæddir á árunum 1990 - 1993 komu allir eitthvað við sögu í leikjum mfl Hattar sl sumar í 2.deild.

Af þjálfaramálum er það að frétta að vonast er til að tilkynnt verði um nýjan þjálfara Hattar um eða uppúr helgi.

-

Myndin er frá undirskrift Sigurðar Donys sem er á myndinni ásamt Víglundi Páli Einarssyni framkvæmdastjóra Hattar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.