Sögustund í Snæfellsstofu: Konur á veiðum

bruarjokull.jpg
Konur, sem stunda veiðar á hreindýrum og villtum fuglum á Austurlandi, ætla í dag að deila veiðisögum sínum og reynslu með gestum Snæfellsstofu, gestastofu austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs í tilefnis Dags íslenskrar náttúru.

„Hvernig veiða konur? Bera þær sig að með öðrum hætti en karlmenn? Velja þær bráðina með annað að leiðarljósi en hitt kynið? Eru konur öðruvísi veiðimenn en karlar?“ eru meðal þeirra spurninga sem svarað verður í dag.

Vatnajökulsþjóðgarður skiptist í fjögur rekstrarsvæði. Ólíkt hinum svæðum þjóðgarðsins markast sérstaða austursvæðis, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum í vestri að friðlandinu í Lónsöræfum í austri, að einhverju leiti af veiðum og nýtingu á villtum dýrum og fuglum.

Stærstur hluti svæðisins er búsvæði hreindýra en stofninn telur nú um fimm þúsund dýr í lok veiðitímabilsins. Heiðargæsin er algengust fugla og á Eyjabökkum, austan Snæfells, er að finna mikilvægt fellisvæði fyrir heiðargæs sem nú er griðland. 

Sögustundin hefst kl. 14.00, það verður heitt á könnunni og eru allir velkomnir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.