Skip to main content

Seyðisfjörður kraumar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. júl 2009 10:06Uppfært 08. jan 2016 19:20

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi stendur nú sem hæst á Seyðisfirði og er verulega líflegt í bænum. Í vikunni hafa gengið á fjölmargir viðburðir á vegum hátíðarinnar, í höfn komið tvö skemmtiferðaskip og einnig Norræna með alla sína farþegafjöld að vanda. Í dag opna fjórar sýningar samhliða í bænum; ljósmyndasýning LungA 2000-2009, ,,We Go Places" í gamla bakaríinu, ,,Lífsmörk" í gömlu bókabúðinni og ljósmyndasýning Helga Snæs á Vesturvegg Skaftfells. Hönnunarsýning Lunga verður í kvöld í Strandarsíldarskemmu. Meðal þátttakenda í Lunga eru allir sumarstarfsmenn ungmennavinnuflokks Landsvirkjunar í Fljótsdalsstöð, en þeir eru þar í boði fyrirtækisins og halda launum á meðan.

 19_lungasmidjur-103.jpg

 

 

.

 

 

---

 

Mynd/Lunga 2008