Seyðisfjörður eins og fullnæging úr Ölpunum

Neytendafrömuðurinn, blaðamaðurinn og ofurbloggarinn Dr. Gunni hreifst af Seyðisfirði í nýlegri ferð sinni um Austurland. Hann var ekki hafn hrifinn af malakoffinu sem borið var á borð fyrir hann á Breiðdalsvík.

 

seydisfjordur.jpg„Það er gullfallegt á Austurlandi. Seyðisfjörður er eins og fullnæging úr Ölpunum. Í Bistró Skaftfelli fást bestu pítsur á Austfjörðum í nýlistarlegu umhverfi,“ skrifar Dr. Gunni um hemisókn sína.

Reyðarfjörð segir hann hafa grætt mest á framkvæmdum seinustu ára og fólkið þar hafi verið höfðinglegt heim að sækja. Dr. Gunni dvaldi í Fljótsdal í viku og segist hafa notið „Majorkaveðurs að hluta.“

Á Stöðvarfirði var Dr. Gunni þekktur sem frægi kallinn úr Popppunkti í sundlauginni. „Alúðlegar starfskonur sem létu manni líða eins og heima hjá sér. Önnur hringdi í son sinn til að hann gæti komið og séð fræga kallinn úr Popppunkti, sem var nú bara gaman.“

Einu vonbrigði Dr. Gunna í ferðinni var veitingahúsið Café Margrét á Breiðdalsvík. „Lýsingin af staðnum var svo góð, þýskt fólk reisir þýskan bjálkakofa og býður upp á þýskan mat. En ég get svo sem sjálfum mér um kennt því ég valdi bara vitlausan rétt - "Allnokkrar tegundir af þýskum pulsum með brauði og salati".

Hvað er "allnokkrar" mikið? Þar sem þessi réttur kostaði heilar 3.350 kr. sá ég fyrir mér svoleiðis pylsuhaugana á trébretti, allskonar exótískar pulsur sem breiðdælsku Þýskararnir höfðu smyglað til landsins með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.

Ég var farinn að slefa, en slefið þornaði í skyndi þegar rétturinn kom, bara örfáar pylsur og bara tvær tegundir, sýndist mér, þar af önnur móðurserðandi malakoff! Þrjár veiklulegar maltbrauðsneiðar í körfu og smá gras og tómatur! Nú hefði ég náttúrlega átt að berja í borðið verandi þessi víðfrægi neytendafrömuður, en ég var algjör luðra og sagði ekki neitt. Djöfulsins malakoff á 3.350 kall! Þetta reyndust vera þrjár pulsutegundir, hinar tvær voru bara alveg eins, gráar aumingjapylsur, bragðdaufar og ekkert spes.“

Breiðdalsvík lýsir Dr. Gunni að öðru leyti sem „voða krútti.“

Frásögn hans í heild sinni af ferðinni má lesa hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.