Seyðfirðingum boðið nýtt nammi

Starfsfólk bæjarskrifstofunnar á Seyðisfirði hyggst bjóða upp á nýtt öskudagsnammi, þar sem afhent var nammi frá því fyrir hrun vegna rangrar afgreiðslu birgis síðastliðinn miðvikudag.


Í tilkynningu frá bænum segir að nýja nammið verði í boði milli klukkan 13 og 15 á miðvikudag. Ekki sé gerð krafa um búninga en söngur sé æskilegur.

 

Austurfrétt greindi frá því í morgun að birgir hefði afgreitt nammi sem rann út árið 2007 austur á Seyðisfjörð. Hann neitaði að gefa nokkrar skýringar á því þegar eftir því var leitað og hefur ekki svarað fyrirspurnum annarra fjölmiðla í dag. 

 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakar hins vegar málið og mun óska eftir skýringum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.