Sex ferðir til að hreinsa fjörur Suðurfjarðanna

„Veistu að þetta er bara mjög gaman fyrir okkur öll og jákvætt að geta gert eitthvað gagn í leiðinni,“ segir Eyþór Friðbergsson, einn forsprakka Göngufélags Suðurfjarða.

Fyrr í þessum mánuði fór hópur úr félaginu í sína sjöttu strandhreinsunarferð á þessu sumri en það var jafnframt síðasta hreinsunargangan að sinni. Var þetta tíunda árið í röð sem hópurinn hefur komið saman sérstaklega til að týna rusl úr fjörum Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar og leiðin liggur oft líka út á Kambanes.

„Það er svona mín tilfinning að fólk sé kannski loks hætt að henda rusli hist og her,“ segir Eyþór. „Það er allavega nokkuð áberandi minna af smárusli en áður var og það sem við erum að finna hefur greinilega verið lengi í sjónum. Það er afar jákvæð þróun að mínu viti.“

Annað sem Eyþór er að vera var við í ferðum sínum er aukinn fjöldi fjölskyldufólks sem taka þátt í starfinu en allt upp í 30 einstaklingar ganga um fjörurnar þegar mest er.

„,Það er mjög greinilega einhver vakning í þessu meðal yngra fólks í okkar hópi og unga fólkið ekkert síður að týna en við hin.“

Ýmislegt rusl finnst í fjörum landsins en stórir hópar fólks stunda að ganga þær reglulega og hreinsa svo lítið ber á. Gönguhópur Suðurfjarða er einn slíkur hópur. Mynd úr einkasafni

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.