Sendiherra segir Rússa vilja aðstoða

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, segir að Rússar muni hjálpa Íslendingum. Lánveiting sé til skoðunar.

russian_ambassador.jpg

Tatarintsev var á ferð um Austurland í vikunni. Austurglugginn innti hann eftir því hvort peningalán frá rússneskum stjórnvöldum til Íslendinga væri enn uppi á borðinu. Tatarintsev sagði það málefni nokkuð viðkvæmt.

,,Fyrir ári gekk það ekki eftir, en nú biðja íslensk stjórnvöld um lægra lán og ég veit að sérfræðingar okkar eru með það til skoðunar," sagði Tatarintsev. ,,Annað veit ég ekki. Við munum aðstoða Íslendinga. Eina vandamálið er að ákveðnir íslenskir stjórnmálamenn hafa verið tortryggnir í garð Rússa og viljað meina að við vildum aðstoða fjárhagslega til að fá afnot af Keflavíkurflugvelli eða nota okkur landið á annan hátt í pólitískum tilgangi. Að við myndum lána ykkur, en taka miklu meira í staðinn. Mér finnst hreinlega grátbroslegt að heyra meinta frjálslynda stjórnmálamenn á Íslandi tala svona. Þetta er fortíð.“

Tatarintsev segir þjóðirnar eiga að horfa hvor til annarrar með vinsemd og leggja af tortryggni um annarleg sjónarmið.

 

Nánar í Austurglugganum.

-

Mynd: Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi./SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.