Seafood Supply Iceland í fiskframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samið við fyrirtækið Seafood Supply Iceland, um leigu á tækjabúnaði sem sveitarfélagið á í frystihúsi Breiðdalsvíkur. Samningurinn gildir í hálft ár og er í honum klásúla um að fyrirtækið kaupi tækin að þeim tíma liðnum.

frystihs_breidalsvk.jpg

 

Seafood Supply Iceland hefur samkvæmt fundargerð Breiðdalshrepps frá liðinni viku gert leigusamning við Byggðastofnun og ætlar í desember að flytja búnað til Breiðdalsvíkur og koma tækjunum í rekstrarhæft form. Gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist í desember og janúar.

Fyrirtækið Festarhald hefur á undanförnum misserum spreytt sig á framleiðslu afurða úr fiski í frystihúsinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.