Saumastofan frumsýnd

Í kvöld kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs leikverkið Saumastofuna, eftir Kjartan Ragnarsson. Leikritið naut mikilla vinsælda þegar það var fyrst sýnt, á áttunda áratugnum og mörg sönglaganna í því eru vel þekkt. Þetta er 54. uppsetning leikfélagsins, sem að jafnaði hefur sett upp eina til tvær sýningar á ári frá því 1966. Leikstjóri Saumastofunnar er Daníel Behrend og tónlistarstjóri Freyja Kristjánsdóttir. Önnur sýning er á morgun kl. 20 og sú þriðja sunnudaginn 18. október kl. 15. Síðan verða sýningar 23., 24., 25., og 29. október. Miðasala er í síma 862-3465 og er miðaverð 2000 krónur.

saumastofan.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.