Sauðfjársæðinganámskeið á Skjöldólfsstöðum

Sauðfjársæðinganámskeið verður haldið á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á föstudag. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Búnaðarfélag Austurlands og er fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa við sauðfjársæðingar. Umsjón og kennsla verður í höndum Þorsteins Ólafssonar, dýralæknis.

kindur.jpg

Fjallað er örstutt um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og greint er frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Fjallað er um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. Kennd er meðferð sæðis og verklag við sæðingar er kennt í fjárhúsi. Einnig er rætt um smitvarnir.  Ætlast er til þess að nemendur geti sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verður náð.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.