Samráðsfundur sveitarfélaga um efnahagsvandann

Samráðsfundur íslenskra sveitarfélaga um efnahagsvandann fer fram 13. maí n.k. í Reykjavík. Sveitarfélög og landshlutasamtök senda að jafnaði einn til tvo fulltrúa hvert til fundarins.

Formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, mun fara yfir stöðu mála og fjallað verður um nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Síðan verða almennar umræður þar sem fundarmenn geta skipst á skoðunum og sagt frá hvernig einstök sveitarfélög hafa verið að bregðast við rekstrarvanda og greint frá leiðum til hagræðingar í rekstri.

11846857251877973637rett_blatt_transparent.gif

 

 

Fundurinn verður jafnframt sendur út á netinu og geta þeir sem ekki hafa tök á að sækja hann fylgst með á samskipta- og upplýsingavef Sambands íslenskra sveitarfélaga: www.samband.is/

 Hægt verður að senda fyrirspurnir og innlegg á fundinn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. meðan á fundinum stendur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.