Sameiningarmálin reifuð

Fulltrúar sveitarfélaganna Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs áttu sl. þriðjudag fund með samgönguráðherra og fleiri fulltrúum samgönguráðuneytisins á Egilsstöðum. Fundarefnið var hugsanleg sameining sveitarfélaganna sem nú er til athugunar.

sameiningarml_rdd.jpg

Sveitarstjórnirnar hafa báðar lýst yfir áhuga á að kanna kosti þess að sameina sveitarfélögin og er víðtæk umræða fyrirhuguð meðal íbúa á næstunni. Forráðamenn sveitarfélaganna telja að meðal forsendna sameiningar sé fyrirhugaður nýr vegur um Öxi og inntu þeir samgönguráðherra eftir tímasetningu þeirrar framkvæmdar. Einnig var rætt um möguleg framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningarinnar.

 

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði unnið að undirbúningi vegagerðar um Öxi en útilokað væri að upplýsa á þessari stundu hvenær hún kæmist á samgönguáætlun.

Mynd: Sveitarstjórar og aðrir fulltrúar Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs ræddu við samgönguráðherra og embættismenn samgönguráðuneytisins um möguleg sameiningarmál sín á Egilsstöðum./Samgönguráðuneytið

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.