Skip to main content

Sameiningarmálin reifuð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jún 2009 10:20Uppfært 08. jan 2016 19:20

Fulltrúar sveitarfélaganna Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs áttu sl. þriðjudag fund með samgönguráðherra og fleiri fulltrúum samgönguráðuneytisins á Egilsstöðum. Fundarefnið var hugsanleg sameining sveitarfélaganna sem nú er til athugunar.

sameiningarml_rdd.jpg

Sveitarstjórnirnar hafa báðar lýst yfir áhuga á að kanna kosti þess að sameina sveitarfélögin og er víðtæk umræða fyrirhuguð meðal íbúa á næstunni. Forráðamenn sveitarfélaganna telja að meðal forsendna sameiningar sé fyrirhugaður nýr vegur um Öxi og inntu þeir samgönguráðherra eftir tímasetningu þeirrar framkvæmdar. Einnig var rætt um möguleg framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningarinnar.

 

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði unnið að undirbúningi vegagerðar um Öxi en útilokað væri að upplýsa á þessari stundu hvenær hún kæmist á samgönguáætlun.

Mynd: Sveitarstjórar og aðrir fulltrúar Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs ræddu við samgönguráðherra og embættismenn samgönguráðuneytisins um möguleg sameiningarmál sín á Egilsstöðum./Samgönguráðuneytið