Æsa Katrín verðlaunahafi Alþjóðlega skólamjólkurdagsins

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti fyrir skömmu úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins. Meðal verðlaunahafa var Æsa Katrín Sigmundsdóttir Brúarásskóla.

aesa_katrin_sigmundsdottir.jpgAlþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert, þessi síðasti var sá tíundi í röðinni.

Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi í tilefni dagsins, meðal barna í 4. bekk grunnskólanna.

Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, var meiri þátttaka í keppninni nú en undanfarin ár og bárust 1300 teikningar frá 74 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem meðal annars má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert.aesa_verdlaunamynd.jpg

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.