Öryggissveitir bólusettar

Bóluefni vegna inflúensunnar H1N1 er komið til landsins og bólusetning heilbrigðisstarfsmanna hófst í gær. Stefnt er að því að hefja bólusetningu svokallaðra öryggissveita eftir helgi en í þeim hópi eru lögreglan, björgunarsveitir, slökkvilið,  tollverðir, fangaverðir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og fleiri. Unnið er hörðum höndum að því að kortleggja aðra nauðsynlega starfsemi og hvort mögulegt er að afmarka þennan hóp til bólusetningar. Almenn bólusetning hefst í byrjun nóvember og á þá að vera búið að bólusetja öryggissveitir og sjúklinga. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að bólusetja allt að 75 000 manns fyrir lok nóvember. Frá þessu greinir á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

haus_logo.gif

Alls hafa 40 einstaklingar verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensunnar og álag fer vaxandi á heilsugæsluna um allt land.  Sérstaklega hefur þörf fyrir símaráðgjöf farið vaxandi.  Ráðgjöf vegna inflúensu má fá hjá heilsugæslustöðvum landsins og hjá Læknavaktinni í síma 1770. Rauði krossinn veitir einnig ráðgjöf um annað en bein veikindi í síma 1717.

Sóttvarnalæknar landsins og lögreglustjórar  ræða málin vikulega á símafundi sem stýrt er frá Samhæfingarstöðinni í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.    Á þessum fundi er miðlað upplýsingum um stöðu faraldursins  á öllum stöðum landsins og farið yfir viðbrögð og áætlanir vegna bólusetningar og annarra mikilvægra þátta í viðbrögðum vegna inflúensunnar.  Almenn ánægja er með fundina og segja fundarmenn gott að geta hist og rætt málin án þess að þurfa að fara um langan veg. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.