RÚV hættir útsendingum af Austurlandi

Útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins verða lagðar niður á næstunni. Þremur starfsmönnum RÚVAust hefur verið sagt upp og húsnæðið á Egilsstöðum er til sölu.

 

ImageAðgerðirnar eru hluti af miklum niðurskurði hjá stofnuninni sem kynntur verður betur á starfsmannafundi í dag. Ásgrími Ingi Arngrímssyni, fréttamanni, Heiði Ósk Helgadóttur, tæknimanni og Hafdísi Erlu Bogadóttur, markaðsfulltrúa var öllum sagt upp í morgun. Ekki er farið fram á að þau vinni uppsagnarfrestinn. Til stendur að selja húsnæði RÚV á Egilsstöðum.

Fréttakonan Sigríður Halldórsdóttir, sem er á leið í barneignarleyfi og tökumaðurinn Hjalti Stefánsson verða áfram til taks. Ingólfur Bjarni Sigfússon, varafréttastjóri, sagði í samtali við agl.is að breytingarnar þýddu verulega breyttan fréttaflutning af landsbyggðinni.

Útsendingar svæðisstöðva, sem verið hafa klukkan 17:20, leggjast væntanlega af fljótlega. Óljóst er með frekari efnisvinnslu og innslög af svæðisstöðvunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.